Grunnskóli Fjallabyggðar í 5. sæti í Lífshlaupinu

Lífshlaupið, landskeppni í hreyfingu er nú hafið. Grunnskóli Fjallabyggðar er sem stendur í 5. sæti í flokkinum 150-399 nemendur. Innan skólans stendur 6. bekkur sig best, og hefur hreyft sig í 11020 mínútur. Vinsælasta hreyfingin í skólanum eru útileikir og þar á eftir kemur badminton og sund. 151 nemandi tekur þátt fyrir skólann og samtals hefur skólinn hreyft sig í 46105 mínútur. Þá var 1. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði dreginn út í skráningarleik Rásar 2 og fékk að launum ávaxtasendingu frá Ávaxtabílnum. Grunnskólakeppninni líkur 18. febrúar.

Nánari dreifingu á hreyfingu fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar má sjá hér að neðan.
fjallaskoli