Grunnskóli Fjallabyggðar fékk 10 tölvur frá Forriturum framtíðarinnar

Grunnskóli Fjallabyggðar hefur fengið afhentar 10 tölvur frá Forriturum framtíðarinnar. Tölvurnar munu koma að góðum notum fyrir nemendur á unglingastigi skólans.  Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni og er tilgangurinn að efla tækni- og forritunarkennslu í skólum landsins.  Forritarar framtíðarinnar hafa úthlutað yfir 300 tölvum frá árinu 2014 og hefur meðal annars verið gefið á Akureyri, Dalvík og í Skagafirði.