Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa

Náms- og starfsráðgjafi óskast sem fyrst til starfa við Grunnskóla Fjallabyggðar í 50% starfshlutfall. Starf  náms- og starfsráðgjafa fer fram í Ólafsfirði og á Siglufirði.

Helstu verkefni:

Náms- og starfsráðgjafi Grunnskóla Fjallabyggðar er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hlutverk hans er að standa vörð um velferð allra nemenda og veita ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur.  Náms- og starfsráðgjöfin er hugsuð sem hjálp og stuðningur til að auka sjálfstæði og sjálfsvitund nemenda. Náms- og starfsráðgjafi tekur þátt í samstarfi innan og utan skólans.

Hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi sem náms- og starfsráðgjafi
  • Geta starfað sjálfstætt
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og frumkvæði

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og KÍ.  Nánari upplýsingar veitir Jónína Magnúsdóttir skólastjóri 845-0467 eða jonina@fjallaskolar.is

Heimild: fjallabyggd.is / Kristinn Reimarsson.