Grunnskólamótaröð hestamannafélaga á Norðurlandi vestra

Fyrsta mótið í Grunnskólamótaröðinni var haldið í gær í Reiðhöllinni á Blönduósi. Krakkarnir eru liprir reiðmenn og renna léttilega í gegnum þrautabrautina, smalann og skeiðið.

Æskulýðsnefndir félaganna standa að þessari mótaröð. Þátttökurétt hafa börn og unglingar á grunnskólaaldri á svæðinu og keppa þau í nafni þess skóla sem þau stunda nám við, skólarnir eru alveg ótengdir mótunum að öðru leiti.

Varmahlíðarskóli er efstur eftir 1. mót, er með 23 stig en hinir skólarnir fylgja fast á eftir, Húnavallaskóli er með 21 stig, Grunnskóli Húnaþings vestra er með 17 og Blönduskóli með 16 stig.

Úrslit og myndir má sjá á heimasíðu Neista.net