Grunnskólakennara vantar á Dalvík

Dalvíkurskóli leitar að grunnskólakennara fyrir skólaárið 2018-2019.  Æskilegar kennslugreinar eru náttúrufræði á unglingastigi og umsjónarkennsla.   Umsóknarfrestur er til 3. apríl 2018.

Hæfniskröfur:

  • Grunnskólakennarapróf
  • Tilbúinn að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum
  • Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur
  • Hefur frumkvæði og metnað í starfi og getu til að vinna í teymi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og nær vel til barna
  • Tilbúinn að takast á við fjölbreyttar áherslur í skólastarfi

Dalvíkurskóli er 230 nemenda skóli. Einkunnarorð skólans eru þekking, færni, virðing og vellíðan. Skólastarfið byggist á teymiskennslu starfsmanna. Í Dalvíkurskóla er lögð áhersla á að starfsfólki líði vel í starfi og þar er jákvæðni höfð að leiðarljósi. Allir skólar í Dalvíkurbyggð starfa undir Uppbygginastefnunni og flagga  Grænfánanum.

Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla gisli@dalvikurbyggd.is, símar 460 4980 og 863 1329. Umsókn á samt ferilskrá skal sent á netfangið gisli@dalvikurbyggd.is