Grunnskóla Fjallabyggðar gert að setja sér jafnréttisáætlun

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar hefur undanfarið unnið með félagsmálastjóra að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Samhliða því hefur fræðslu- og menningarfulltrúi Fjallabygðar unnið að viðbragðsáætlun Fjallabyggðar gegn einelti og kynferðislegri áreitni.  Fræðslu- og menningarfulltrúi farið þess á leit við skólastjóra leik- og grunnskóla Fjallabyggðar að skólarnir setji sér jafnréttisáætlun samkvæmt lögum.