Grunnlaun bæjarstjóra Akureyrar eru 1.150.000 kr auk stjórnendaálags

Samkvæmt ráðningarsamningi Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra Akureyrarbæjar þá hefur hún 1.150.000 kr. í mánaðarlaun auk 45% stjórnendaálags ofan á grunnlaunin. Það gerir að auki 517.500 kr. í mánaðargreiðslur, og eru því heildargrunnlaun um 1.667.500 kr. Stjórnendaálag er þóknun fyrir unna yfirvinnu og allt áreiti utan dagvinnutíma, undirbúning, ferðatíma, móttökur gesta og hvað annað vinnuframlag sem til fellur utan dagvinnutíma.

Bæjarstjóri fær ekki greitt sérstaklega fyrir setu á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs eða öðrum fundum fastanefnda Akureyrarbæjar. Orlof er 30 virkir dagar á ári hjá bæjarstjóra Akureyrarbæjar.

Akureyrarbær greiðir kostnað bæjarstjóra vegna notkunar á farsíma ásamt kostnaði vegna heimanettengingar.

Allan samningin má lesa á vefsvæði Akureyrarbæjar.