Grjótnám við Selgil vegna nýs golfvallar á Siglufirði

Leyningsás ses. hefur sótt um heimild til að láta BÁS ehf sprengja og vinna grjót í grjótnámunni við Selgil vegna framkvæmda við byggingu nýs golfvallar í Hólsdal á Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt erindið með fyrirvara um að vinnsla úr námunni sé gerð í samráði við tæknideild Fjallabyggðar.