Það snjóaði mikið í Ólafsfirði í nótt og veturinn hefur verið afar þungur í Fjallabyggð og á Norðurlandi. Íbúar urðu margir hverjir að grafa sig út í morgun til að komast úr íbúðarhúsum. Stórvirkar vinnuvélar unnu við að hreinsa götur í allan dag. Við fengum aðsendar myndir sem teknar voru í dag í Ólafsfirði frá Jóni Valgeiri Baldurssyni. Íbúar tala um að þetta sé að nálgast snjóveturinn mikla árið 1995.

Minnum á að hægt er að senda okkur myndir, fréttaskot og tilkynningar á facebook, eða á netfangið magnus(hja)hedinsfjordur.is.