Gríðarlegt hvassviðri í Héðinsfirði

Gríðarlegar vindkviður og hvassviðri hefur verið s.l. sólarhring í Héðinsfirði og einnig næsta nágreni. Hviðurnar fóru úr því að vera 2 m/s kl. 15 í gærdag og upp í 28 m/s kl. 17. Hámarkinu var þó náð skömmu eftir miðnætti þegar að vindkviðurnar fóru upp í 40 m/s. Í dag hefur einnig verið hvasst, en hviðurnar náðu upp í 34 m/s. Þá hefur vindhraðinn verið frá 16-18 m/s í dag og því mjög hvasst í veðri. Svipaða sögu er að segja frá Siglufirði og Ólafsfirði, þar hefur einnig verið strekkings vindur s.l. sólarhring.