Gríðarlega stór skriða féll aðfaranótt föstudags úr fjallinu Torfufelli niður í Torfufellsdal í Eyjafjarðarsveit.  Skriðan mun sömuleiðis hafa litað Eyjarfjarðará alveg niður í sjó og litaði Pollinn við Akureyri, enda er þetta stór og mikil skriða. Þetta er stærsta skriðan sem hefur fallið á þessum slóðum í áratugi. Í sama hreppi rann svipuð skriða á Þormóðsstöðum í Sölvadal fyrir um það bil 17 árum.

Talið er að skriðan sé á bilinu 700 þúsund til 1 milljón rúmmetrar. Skriðan hefur farið um 1,5 kílómetra niður eftir dalbotninum. Upptök skriðunnar eru í um það bil 800 metra hæð en fjallið er 1241 metra hátt. Talið er víst að skriðan hafi fallið í kjölfar rigninga. Hún stíflaði ánna tímabundið og tafið framför hennar um stund.

Villingadalur er næsti bær við skriðuna eða um það bil 5 til 7 km inn af honum.

Rúv greindi frá.

Sjá myndir hér.