Greta Salóme á Þjóðlagahátíð á Siglufirði

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður á sínum stað í sumar og verður haldin dagana 6.-10. júlí.  Hátíðin fer fram á nokkrum stöðum á Siglufirði, m.a. Siglufjarðarkirkju, Bátahúsi Síldarminjasafnsins, Rauðku og Allanum. Listrænn stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.

Greta Salóme og hljómsveit flytja útsetningar Gretu á íslenskum þjóðlögum og nýjar lagasmíðar á Allanum laugardaginn 9. júlí.  Sinfóníuhljómsveit unga fólksins mun spila á sunnudeginum í Siglufjarðarkirkju og er það lokaviðburður hátíðarinnar. Alla dagskránna má finna á síðu Þjóðlagaseturs.

Web_Top_750x300px_21042015