Grenivíkurgleðin 2012

Um næstu helgi, þ.e. 17. og 18. ágúst, verður Grenivíkurgleðin haldin í 9. sinn. Grenivíkurgleðin er fjölskylduskemmtun sem ætluð er íbúum Grýtubakkahrepps, ættingjum, vinum og vandamönnum.

Eins og undanfarin ár er lögð áhersla á smáfólkið. Haldin verður söngkeppni, hoppukastali verður á svæðinu, boðið er upp á andlitsmálun, töframaður mætir og svo má lengi telja. Einnig er margt áhugavert fyrir þá sem eldri eru.

Dagskrá:

Föstudagur: 

 • 19:00   Hoppukastalar og tívolínammi.
 • 21:00  Söngkeppni barna.
 • 22:30 Dj. Jón Geir tryllir lýðinn.
 • 23:00 Heimir Ingimars trúbador kyndir upp fyrir laugardagskvöldið.

Laugardagur:

 • 11:00 Firmakeppni Hestamannafélagsins Þráins. Skráning hefst kl. 10:00. Teymt verður undir börn eftir keppni.
 • 13 – 17 Sögufélag Grýtubakkahrepps með ljósmynda-sýninguna “Einu sinni vorum við börn” í Grenivíkurskóla.
 • 14:00 Setning Grenivíkurgleðinnar.
 •  Grillkynning frá Bautanum og Norðlenska, gosdrykkir frá Vífilfelli.
 • Pylsur fyrir börnin í boði Jónsabúðar.
 • 14-17 Hoppukastalar, andlitsmálning og tívolínammi.
 • 15:00 Skúrball í Hlíðarenda.
 • 16:00 Fótboltaleikur, Magni vs. SR á Grenivíkurvelli.
 • 18:30 Grillundirbúningur hefst. Miðgarðar verða með opinn bar og sjoppu.
 • 20:30 Töframaðurinn Einar Mikael töfrar okkur.
 • 21:30 Skemmtikrafturinn og fréttm. Gísli Einarson mætir á svæðið.
 • 22:30 Lautarsöngur og brenna.
 • 23:00 Matti Matt og Eyþór Ingi halda uppi fjörinu.

Sunnudagur:

 • 13 – 17 Sögufélag Grýtubakkahrepps  með ljósmynda-sýninguna “Einu sinni vorum við börn” í Grenivíkurskóla.