Í nýrri fréttatilkynningu frá flugfélaginu Greenland Express segir að stefnt sé að því hefja millilandaflug um Akureyri 25. júní næstkomandi. Flogið verður á sunnudögum og miðvikudögum. Heimahöfn félagsins er í Álaborg og verður því flogið þaðan til Kaupmannahafnar og áfram til Akureyrar.

Í tilkynningu segir:

“Flugvélin er nýuppgerð Fokker 100. Vélin tekur 100 manns í sæti og er afar þægileg til ferðalaga. Félagið hefur yfir tveimur flugvélum að ráða og getur því tekið að sér leiguflug fyrir fyrirtæki, ferðaskrifstofur eða starfsmannafélög, þannig að ef áhugi er fyrir fótboltaferð til Englands eða skíðaferð til Frakklands í vetur þá eru lausnirnar hjá okkur.  Greenland Express bindur miklar vonir við Akureyri sem framtíðaráfangastað enda hafa viðbrögðin verið framar öllum vonum, þótt starfsemin sé ekki ennþá komin af stað.”