Knattspyrnufélag Fjallabyggðar keppti við topplið ÍR á Ólafsfjarðarvelli í dag. Eftir síðasta leik var þjálfari KF rekinn en á leikskýrslu í dag var fyrrum þjálfari KF, Jón Aðalsteinn Kristjánsson. ÍR skoraði fyrsta markið á 8. mínútu, en KF jafnaði leikinn 20 mínútum síðar, og var þar að verki Isaac Ruben Rodriguez Ojeda, með sitt 3 mark í 5 leikjum fyrir KF. Staðan var 1-1 í hálfleik, en á 55. mínútu kemst KF óvænt yfir í leiknum og var það hin 19 ára Hákon Leó Hilmarsson með sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk KF. Á 78. mínútu gerir svo KF sjálfsmark og mínútu síðar skorar markahrókurinn Jón Gísli Ström sitt 14 mark í deildinni og kemur ÍR yfir, 2-3 sem verða lokatölur leiksins. Þórður Birigsson kom inná fyrir KF þegar um 12 mínútur voru eftir af leiknum, hans fyrsti leikur fyrir félagið í nokkur ár.