Til upplýsingar þá verður nokkrum götum lokað tímabundið í Ólafsfirði vegna Fjarðargöngunnar frá föstudagsmorgni 11. febrúar og þar til seinniparts laugardags 12. febrúar.
Aðalgata er lokuð frá gatnamótum Gunnólfsgötu (kirkjugarðurinn) og fram yfir gatnamótin við Strandgötu (við Kaffi Klöru). Brautin liggur einnig frá gatnamótum Aðalgötu og inn Kirkjuveginn að kirkjunni og aftur tilbaka inn á Aðalgötuna í gegnum Strandgötuna.
Gengið er yfir Brimnesveginn við Aðalgötu sem lokast og verður Brekkugata og hálfur Hornbrekkuvegur einnig lokaður. Hjáleið er þverbrekkan.
Sjá meðfylgjandi mynd með rauðum merkingum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarðargöngunefndinni.