Gönguferðir á Þjóðlagahátíð

Fyrirtækið Top Mountaineering á Siglufirði býður upp á skemmtilegar og fræðandi göngur yfir Þjóðlagahátíðina. Gengið verður á helstu tinda á Tröllaskaganum. Fyrirtækið bíður einnig upp á kajak ferðir og bátsferðir á Siglunes. Hægt er að fá nánari upplýsingar á skrifstofu Top Mountaineering á Suðurgötu 4 á Siglufirði eða hjá Gesti í síma 898-4939.

Göngur um Þjóðlagahátíðina.

 Hólshyrna  drottningin okkar

Föstudagurinn 7. júlí. Kl. 13.00.

Gengið verður framan í Hólshyrnu röðli  frá Saurbæjarás

upp á Álfhyrnu og  þaðan niður í Skútudal.

10 km. 5- 6 klst.  Hækkun 700 m.

Verð kr. 3.000

 

Leyningsbrúnir falin fjársjóður

Laugardagur 8. júlí. Kl. 13.00

Gengið frá skíðaskálanum í Skarðsdal upp á Leyningsbrúnir

og inn í Selskál síðan niður í Hólsdal.

6-7 km 4-5 klst. Hækkun 600 m.

Verð 3.000

 

Hestskarðshnjúkur hnjúkurinn okkar

Sunnudagur 9. júlí. Kl. 9.00

Gengið frá Ráeyri (gamli flugvöllurinn) að Selvíkurvita og þaðan upp í Kálfsdal. Leiðin liggur inn botn á Nesdal og upp á hnjúkinn.

Skemmtileg áskorun með stórbrotnu útsýni.

12 km 7-8 klst. Hækkun 860 m.

Verð 4.000

Skráning og upplýsingar í síma 898 – 4939 Gestur.