Dalvíkurskóli stóð fyrir göngudegi þann 28. ágúst síðastliðinn og gekk hópur vaskra unglinga og starfsmanna yfir Reykjaheiði. Fleiri leiðir voru í boði fyrir yngri kynslóðina:
- 1. bekkur gekk upp að Seltóftum
- 2. bekkur gekk upp að girðingu á Böggvisstaðardal
- 3.-4. bekkur gengu fram að Kofa og niður Upsadal
- 5.-7. bekkur gengu ýmist upp að Nykurtjörn eða Skeiðsvatni
- 8.-10. bekkur valdi um að ganga upp á Bæjarfjall, Reykjaheiðina eða Vikið.
Myndir frá Dalvíkurskóla.