Í fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2016 og árin 2017 – 2019 er rætt um gerð göngu- og hjólastíg milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2017. Þá eru áætluð verklok í tengingu ljósleiðara og ljósneti í sveitarfélaginu á árinu 2016.
Fjárhagsáætlun ársins 2016 hjá Eyjafjarðarsveit ber þess merki að launakostnaður vegna kjarasamninga vex nokkuð. Til að mæta þeim kostnaði verður beitt aðhaldi í almennum rekstri sveitarfélagsins án þess þó að dregið verði úr þjónustu við íbúana eða gjaldskrár hækkaðar umfram verðlagsforsendur.