Gömul yfirlitsmynd frá Siglufirði

Gömul mynd af Siglufirði sem erfitt er að festa nákvæmt ártal á. Það er þó ekki búið að byggja Skálarhlíð, dagþjónustu aldraðra við Hlíðarveg 45-47. Þarna vantar líka Leikskólann Leikskála við Brekkugötu 2, en það var byggt árið 1993. Ljósmyndarinn af þessari mynd er enginn annar er Steingrímur Kristinsson, og segist hann hafa tekið myndina ofan frá Skollaskál, sem er neðan við syðri Staðarhólshnjúk, ártalið sennilega í kringum 1980.

16878274718_f376b9225f_kLjósmynd úr safni Steingríms Kristinssonar(SK21.is).