Gömlu olíutankarnir á Siglufirði hverfa

Síðustu vikuna hefur staðið yfir vinna við niðurrif á gömlum olíutönkum frá Olíudreifingu á Siglufirði. Tankarnir eru frá fyrri heimstyrjöld. Tankarnir hafa verið birgðastöð Olíudreifingar á svæðinu en hefur ekki verið í notkun í talsverðan tíma.  Síldarminjasafnið fékk einn svona olíutank fyrir nokkrum árum og kom fyrir á lóð sinni og hefur verið notaður sem tónlistarhús og í viðburði á vegum safnsins.

Að rifi lokn­um tek­ur við hreins­un á þeim mengaða jarðvegi sem kann að finn­ast á lóð birgðastöðvar­inn­ar.

Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Myndir með fréttinni tók Jóhann K. Jóhannsson og eru birtar með hans góðfúsu leyfi.