Siglógolf hefur verið lokað núna og opnar völlurinn næsta sumar. Alls voru 23 golfmót haldin í sumar á vellinum og mikið um að vera. Veður undanfarna daga hefur gert það að verkum að ekki er hægt að spila golf lengur.
Völlurinn er kominn í vetrarbúning eins og sést á þessari mynd sem aðstandendur vallarins birtu í dag á samfélagsmiðlum.