Fyrsta golfmóti sumarsins hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar í Ólafsfirði er lokið en Miðvikudagsmótaröðin var haldin 9. júní síðastliðinn. Tólf kylfingar mættu til leiks á Skeggjabrekkuvelli. Í punktakeppni með forgjöf lægri en 26,4 var Dagný Finnsdóttir í 1. sæti með 22 punkta. Sigurbjörn Þorgeirsson var í 2. sæti með 18 punkta og Friðrik Örn Ásgeirsson var í 3. sæti með 16. punkta. Einn keppandi var í áskorendaflokki og var Guðrún Unnsteinsdóttir með 15 punkta.

Í höggleik án forgjafar þá var Sigurbjörn Þorgeirsson með 34 högg, Dagný Finns með 35 högg og Friðrik Örn Ásgeirsson með 39 högg.

Næsta mót á Skeggjabrekkuvelli er einnig Miðvikudagsmótaröðin og verður mótið 16. júní þar sem ræst verður út af teigum kl. 19:00.

Jónsmessumót GFB verður haldið laugardaginn 19. júní kl. 20:00 en val verður að taka 9 eða 18 holur.