Golfskálinn á Siglufirði á eftir áætlun

Enn er unnið af kappi að koma upp nýjum golfskála fyrir Sigló golf á Siglufirði, en það er nafnið á nýja vellinum. Í upphafi var áætlað að skálinn yrði tilbúinn um miðjan júlí, en ljóst er að nokkur seinkun er á verkinu. Gert er ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun núna í ágústmánuði, en tíminn verður að leiða það í ljós hvort það standist. Veður hefur hefur sett strik í reikninginn samkvæmt Sigló Hótel þegar spurt var um ástæðu seinkunar.

Byggingafélagið Berg hefur unnið af krafti við að koma upp húsinu í sumar. Myndir með fréttinni koma frá Byggingafélaginu Berg.

 

Myndir: Byggingafélagið Berg.