Golfreglukvöld Golfklúbbs Siglufjarðar
Föstudagskvöldið 31. maí kl 20:00 verður haldið golfreglukvöld GKS í golfskálanum á Siglufirði.
Félagsmenn og aðrir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta á þessa kynningu og undirbúa sig þannig fyrir sumarið. Nýliðar eru sérstaklega hvattir til að mæta á kynninguna.