Golfmót Kaffi Klöru var haldið á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði í dag, en mótið var nú haldið í fimmta skiptið.
Leikið var 9 holu Texas scramble mót og var ræst út af öllum teigum kl. 13:00. Vegleg verðlaun voru  veitt fyrir efstu þrjú sætin og dregið var úr skorkortum að auki. Kylfingar fengu sér svo kjötsúpu á kaffihúsinu eftir mótið.  Frábært mót sem er búið að festa sig í sessi í Ólafsfirði.

Alls tóku 16 lið þátt í mótinu og voru tveir í hverju liði.  Í fyrsta sæti með 30 högg var liðið Haltur leiðir blindan (Brynjar Þorleifsson og Þorleifur Gestsson). Í 2. sæti var Gugga og Sagga (Guðrún Sigurbjörnsdóttir og Sara Sigurbjörnsdóttir) með 32 högg. Í 3. sæti var Æ10 (Sturla Sigmundsson og Guðrún Unnsteinsdóttir) með 33 högg.

Myndir koma frá Guðmundi Inga Bjarnasyni og Idu Semey.