Golfmót á Hólsvelli: vanur-óvanur

Á sunnudaginn s.l. fór fram golfmótið Vanur/óvanur á Hólsvelli á Siglufirði Vel var mætt í mótið, 24 kylfingar. Veður var gott, sól og norðan gola. Leiknar voru 9 holur með texas scramble fyrirkomulagi.

Efstu lið voru (nettóskor):

  • 1. sæti: Jóhann Már Sigurbjörnsson og Rúnar Óli Hjaltason – 28 högg
  • 2. sæti: Kári Freyr Hreinsson og Óðinn Freyr Rögnvaldsson – 32 högg
  • 3. sæti: Ingvar Hreinsson og Birgir Ingimarsson – 32 högg
  • 4. sæti: Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson og Grétar Bragi Hallgrímsson – 32 högg