Golfkona er Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014 er Ólöf María Einarsdóttir kylfingur í Golfklúbbnum Hamri á Dalvík. Ólöf sem er  aðeins15 ára, varð stigameistari Íslandsbankamótaraðarinnar í flokki 15-16 ára með því að vinna 4 af 6 mótum keppninnar. Ólöf varð Íslandsmeistari í holukeppni í sínum flokkki og varð í öðru sæti í höggleik. Hún sigraði Norðurlandsmótaröðina í sínum flokki. Hún varð Íslandsmeistari með GHD í sveitakeppni 15 ára og yngri þar sem hún vann alla sína leiki. Ólöf tók þátt í þremur mótum erlendis á vegum Golfsambands Íslands. Ólöf er í afrekshóp Golfsambandsins fyrir 18 ára og yngri.

Í umsögn segir að Ólöf stundi æfingar mjög vel og æfir mikið aukalega utan hefðbundins æfingatíma. Hún er mikil og góð keppnismanneskja sem gefur mikið af sér við þjálfun krakkana í klúbbnum og er þeim góð fyrirmynd.

Þetta kemur fram á Dalvík.is

Ithrottamadur-Dalvikurbyggdar-2014-1_300_398

 

Mynd og texti: dalvik.is