Golfklúbburinn Hamar (GHD) hefur sótt um styrki til Dalvíkurbyggðar til næstu fjögurra ára. Fyrir árin 2023-2026 óskar félagið eftir styrk uppá 130-145 milljónir sem dreifist á þessi fjögur ár.

Félagið þarf að treysta á áframhaldandi framlög frá Dalvíkurbyggð til að geta klárað vélageymslu, svo ekki þurfi að koma til kostnaðarsöm lántaka.

Vegna vélageymslu, áframhaldandi uppbyggingu á vellinum og kaupa á slátturóbótum þá hefur félagið óskað eftir þessum styrkjum.

Áætlaðir styrkir til GHD:

Árið 2023; 40 – 55 m.kr.
Árið 2024; 30 m.kr.
Árið 2025; 30 m.kr.
Árið 2026; 30 m.kr.