Golfklúbburinn Hamar Dalvík vinnur nú að því að koma snjó af brautum og flötum og ætla reyna nota lítinn snjóblásara til verksins um helgina. Eins og myndin sýnir úr vefmyndavél félagsins þá er enn töluverður snjór á svæðinu og klaki.
Þá er stefnt að því að dreifa sandi yfir klaka til að flýta fyrir bráðnun.
Rúmur mánuður eru í Opnunarmót GHD sem er dagsett laugardaginn 25. maí, með þeim fyrirvara að völlurinn verði klár.
Það er því stutt í að golftímabilið hefjist.
Vikulega mótið í sumar verður Fimmtudagsmótaröð Víkurkaupa sem verða 12 mót.