Golfklúbburinn Hamar á Dalvík vill kaupa gamla íþróttahúsið

Forsvarsmenn Golfklúbbsins Hamars, Sigurður Jörgen Óskarsson og Rögnvaldur Friðbjörnsson vilja athuga hvort klúbburinn geti keypt eða gert langtímaleigusamning við Dalvíkurbyggð um gamla íþróttahúsið. Dalvíkurbyggð hyggst skoða málið.

Þá hefur Íþrótta- og æskulýðsráð  Dalvíkurbyggðar lagt til að Árni Jónsson verði ráðinn í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Dalvíkurbyggðar.