Golfklúbbur Siglufjarðar óskaði í byrjun marsmánaðar eftir afnotum af neðra fótboltasvæðinu á Hóli á Siglufirði undir starf fyrir börn- og unglinga, sama svæði og félagið hafði afnot af sumarið 2019, ásamt slætti á svæðinu tvisvar sinnum yfir sumarið eða styrk fyrir kostnaði við slátt á svæðinu.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur nú samþykkt þessa beiðni og fær GKS afnot af neðra fótboltasvæðinu við Hól ásamt styrk 150.000 kr. til þess að slá svæðið.
Ekki hefur verið auglýst hvenær æfingar hefjast í sumar á svæðinu.