Á aðalfundi Golfklúbbs Ólafsfjarðar, sem haldinn var 28. desember 2015, var samþykkt samhljóða að breyta nafni félagsins í Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB). Völlur félagsins er Skeggjabrekkuvöllur í Ólafsfirði. Tilgangur og markmið félagsins er að iðka, glæða og viðhalda áhuga á golfíþróttinni og styðja þannig við almenna íþróttaiðkun í Fjallabyggð. Innan GFB er öflugt og gott félagsstarf sem mun vonandi vaxa á næstu misserum. Félagið rekur og sér um golfvöllinn og golfskálann og framundan eru breytingar á skipulagi vallarins og endurbætur á skálanum.
Fyrstu stjórn GFB skipa: Rósa Jónsdóttir, formaður; Sigurbjörn Þorgeirsson, varaformaður; Björg Traustadóttir, ritari; Ármann Viðar Sigurðsson, gjaldkeri; Dagný Finnsdóttir, meðstjórnandi og Konráð Þór Sigurðsson, varastjórn.
Það er von stjórnarinnar að breyting á nafni félagsins verði til að efla og auka áhuga á golfíþróttinni í Fjallabyggð og fjölga virkum kylfingum.