Það hefur verið straumur af fólki sem hefur viljað prófa og upplifa nýja golfvöllinn á Siglufirði síðustu vikurnar. Iðnaðarmenn keppast við að ljúka við að byggja nýjan golfskála svo aðstæður verði sem bestar. Völlurinn fékk nafnið Sigló golf og er 9 holu völlur í glæsilegu landslagi. Hægt er að skrá sig hjá Sigló Hótel eða á Golf.is.