Mörg verkefni hafa verið í Kvíabekkjarkirkju í Ólafsfirði í sumar, en margir sjálfboðaliðar og verktakar hafa þar komið við sögu.
Í júlí var unnið við undirbúning til að steypa botnplötu á gólfið í kirkjunni og einnig stétt fyrir utan húsið. Í ágúst var svo mokaður skurður frá bænum Kvíabekk og að kirkjunni til að koma hita og rafmagni í kirkjuna fyrir veturinn.
Um síðustu helgi voru rörin fyrir heita vatnið, kalda vatnið, rafmagnið, ljósleiðarann, affallsrör sett niður og tengd og skurðinum lokað.
Frábært verkefni að ná þessu fyrir veturinn.
