Golf spilað á 17. júní á Siglufirði

Golfklúbbur Siglufjarðar stóð fyrir fyrsta golfmóti sumarsins á 17. júní síðastliðinn á Siglógolf. 18 Kylfingar tóku þátt í miðvikudagsmótaröðinni í frábæru veðri.

Í kvöld fer svo fram Jónsmessumót á Siglógolf fyrir félagsmenn GKS. Mæting er kl.19:30 upp í golfskála og byrjað verður á léttu spjalli og jafnvel fengið sér eitthvað svalandi, síðan er haldið útá völl og spilaðar 9 holur. Fyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf. Eftir hring bjóða svo stór afmælisbörn upp á kvöldverð og svo er aldrei að vita að menn taki aðrar 9 holur eftir miðnætti.

Úrslit í miðvikudagsmótaröðinni:
1. Hulda Guðveig 23 punkta
2. Stefán Aðalsteinsson 22 punkta
3. Ólína Þórey 20 punkta