Góðverkadagur í Dalvíkurskóla
Í dag var haldinn góðverkadagur í Dalvíkurskóla og létu nemendur gott af sér leiða og sýndu vináttu og hjálpsemi víða í Dalvíkurbyggð.
Nemendur veittu aðstoð í versluninni Samkaupum og glöddu heimilisfólkið á Dalbæ með jólasöng, tónlistarflutningi og konurnar nutu þess að fá handsnyrtingu. Jólasöngur ómaði víða um bæinn og fengu mörg fyrirtæki aðstoð nemenda Dalvíkurskóla. Yngstu börnin glöddu bæjarbúa með litlum sætum gjöfum og ekki vantaði jólaknúsið.
Myndir frá heimasíðu Dalvíkurskóla.