KF gerði sér lítið fyrir og vann leikinn gegn Selfossi í dag, 2-3 lokatölur. Flottur sigur í síðasta leik Lárusar Orra þjálfara. Halldór Logi skoraði fyrsta mark KF á 6. mínútu, Selfoss jafnaði á 55. mínútu. Þórður Birgisson kom KF yfir á 72. mínútu en Selfoss jafnaði tveim mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu. Páll Sindri skoraði svo síðasta mark leiksins á 86. mínútu, 2-3 fyrir KF í 1. deild karla í knattspyrnu.

Leikskýrsluna má sjá hér.