Nú líður að hinni árlegu ferð félagsmiðstöðvarinnar Neons á Samfestinginn og Söngkeppni Samfés sem haldin er í Laugardalshöll í Reykjavík. Ferðin er nýtt til hópeflis fyrir unglingana. Farið hefur verið í bíó, skemmtigarð og fleira.  Unglingar í Neon munu ganga í hús í Fjallabyggð og óska eftir stuðningi bæjarbúa til ferðarinnar dagana 13.-15. mars.  Á móti vilja unglingarnir rétta íbúum Fjallabyggðar hjálparhönd og fyrirhuguð er Góðgerðarvika dagana 11.-15. mars.

Í Góðgerðaviku gera unglingarnir í Neon góðverk og kemur ýmislegt til greina svo sem:

  • Setja í poka fyrir fólk í búðinni og bera vörur út í bíl
  • Moka úr tröppum
  • Fara út með hundinn
  • Vaska upp á kaffistofum
  • Þvo glugga
  • Týna rusl i bænum
  • Taka þátt í félagsstarfi eldri borgara
  • Hjálpa til í stofnunum/fyrirtækjum

Fyrirtæki sem þiggja góðverk er frjálst að styrkja unglingana til ferðarinnar.

Allur stuðningur er vel þeginn.

Þau fyrirtæki eða einstaklingar sem vilja þiggja góðverk hafi samband við Halldóru umsjónarmann Neons á netfangið halldora@fjallaskolar.is  sími 848-0167 í síðasta lagi 4. mars nk.

Fyrstur hringir/sendir – fyrstur fær

 

Heimild: fjallabyggd.is