Veðurspáin lítur vel út fyrir helgina á Siglufirði þar sem Síldarævintýrið verður haldið. 
Hefðbundnu tjaldsvæðin eru nú nánast full og rafmagnstenglum fer að fækkandi. Fjallabyggð hefur því opnað fleiri græn svæði í bænum með aðgangi að salernum, svo hægt sé að taka á móti sem flestum.

Sturturnar í Sundhöll Siglufjarðar verða opnar gestum tjaldsvæða frá föstudag til mánudags og er gjaldfrjálst í sturtur milli kl. 10:00 og 14:00.
Margir hafa þegar fyrirfram bókað tímanlega með Parka og tryggt sér svæði á Siglufirði fyrir helgina.
Frekari upplýsingar í síma 888-0349 eða með tölvupósti á evanger@evanger.is. Hægt er að fylgjast með tilkynningum frá tjaldsvæði Siglufjarðar á fésbókinni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá umsjónarmönnum tjaldsvæða á Siglufirði.
Tjaldsvæðið Stóri boli á Siglufirði. Ljósmynd: Héðinsfjörður/ Magnús Rúnar Magnússon