Það er óhætt að segja að góð tónlist verði á Kaffi Rauðku á Siglufirði á föstudaginn og laugardaginn næstkomandi. Hjómsveitin Áhöfnin á Tý og sönghópurinn Sex um borð syngja lög Gylfa Ægissonar föstudaginn 26. júlí.
Laugardaginn 27. júlí kemur svo hin geysivinsæla hljómsveit, Sálin og fyllir Rauðkutorgið, en svæðið opnar kl. 22:30 og hefst ballið kl. 23. Miðaverð er 2900 kr á ballið og 20 ára aldurstakmark. Útigrill verður á staðnum þar sem hægt verður að kaupa sér hamborgara.