Góð þátttaka í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í Fjallabyggð

Nemendur 1.-10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í vikunni. Nemendur 1.-5. bekkjar fóru 1,5 km hring og samtals hlupu þeir 178 hringi eða267 km. Nemendur 6.-10. bekkjar hlupu áheitahlaup til styrktar tveimur skólabræðrum sínum og hringurinn sem þeir fóru var 2,5 km langur. Langflestir fóru fjóra hringi eða 10 km og samtals hlupu þeir 720 km. Frábær árangur hjá krökkunum.

Frá þessu var fyrst greint á vef Grunnskóla Fjallabyggðar.

Myndir: Grunnskóli Fjallabyggðar.