Góð þátttaka í Ólafsfjarðarmóti í skíðagöngu

Ólafsfjarðarmótið í skíðagöngu fór fram í dag, en mótið átti að fara fram í gær en var frestað vegna þoku. Mótið var haldið á Skeggjabrekkuvelli þar sem aðstæður voru flottar, sól, logn og hlýtt í veðri. Alls tóku 32 keppendur þátt og hefur ekki verið svo mikill fjöldi í mörg ár samkvæmt upplýsingum frá mótshaldara.  Ræst var út með hópstarti, 12 ára og yngri gengu 1,2km, 13-14 ára 2,5km og 15 ára og eldri gengu 5 km. Meðal keppenda var Elsa Guðrún Jónsdóttir.