Góð þátttaka í Norræna skólahlaupinu á Siglufirði

Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þátt í Norræna skólahlaupinu sl. þriðjudag og stóðu sig einstaklega vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það var úrhellisrigning á Siglufirði og jafnvel slydda á köflum en nemendur létu það ekki stoppa sig. Allir tóku þátt og fjölmargir lögðu 10 km að baki en hægt var að velja milli 5 km og 10 km. Nemendur eldri deildarinnar, sem eru rétt rúmlega 80, hlupu t.d. 590 km. samtals.

Nemendur yngri deildarinnar voru í mjög fjölbreyttri hreyfingu þennan dag því auk þess að hlaupa, fóru þau í sund og í leiki í íþróttasalnum.

Myndir úr hlaupinu má sjá hér. Myndir frá sundi má sjá hér.

 

Heimild: www.fjallaskolar.is