Góð þátttaka í Golfmóti Kaffi Klöru

Golfmót Kaffi Klöru á vegum Golfklúbbs Fjallabyggðar  verður haldið á Skeggjabrekkuvelli í dag kl. 13:00. Mótið hefur verið haldið undanfarin ár og er leikið í Texas scramble. Góð þátttaka er á mótið en 33 kylfingar hafa skráð sig og eru þar af 8 byrjendur með 54 í forgjöf. Þá koma 8 þátttakendur frá Golfklúbbnum Hamar á Dalvík.

Leiknar verða 9 holur og ræst frá öllum teigum. Vegleg verðlaun eru fyrir efstu þrjú sætin.