Góð þátttaka í 17. júní viðburðum í Fjallabyggð

Þrátt fyrir kaldan dag í Fjallabyggð þá voru flestir viðburðir vel sóttir í dag í Fjallabyggð í tilefni þjóðhátíðardagsins. Það var aðeins um 5 stiga hiti á Siglufirði í dag og tæplega 6 stiga hiti í Ólafsfirði, en fólk lét kuldan ekki stoppa sig í að taka þátt í fjölbreyttum viðburðum dagsins.

Um 25 börn tóku þátt í 17. júní hlaupi UMF Glóa á Siglufirði, sem er árlegt hlaup fyrir börn sem fram fór á gamla malarvellinum.

Mikið fjölmenni heimsótti einnig opnunarsýningu Rut Hallgríms á Saga-Fotografica safninu á Siglufirði.

Þá vakti athygli yngstu barnanna þegar Slökkvilið Fjallabyggðar hélt sýningu og hópakstur.

Að vanda var einnig fjölmenni við menningarhúsið Tjarnarborg þar sem bæjarstjóri Fjallabyggðar hélt hátíðarræðu.

May be an image of 7 manns, people standing og útivist
Mynd: UMF Glói
Myndir: Slökkvilið Fjallabyggðar.