Góð stemning á Ljóðasetrinu í gær

Forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði greinir frá því að um 30 gestir hafi hlustað á Aðalstein Ásberg Sigurðsson lesa úr bókum sínum í gær en alls kom um 50 manns í heimsókn á Ljóðasetrið í gær.  Þórarinn Hannesson frumflutti svo nýtt lag við ljóð Aðalsteins. Gestir kauptu og fengu áritaðar bækur skáldsins og færði hann setrinu bókagjöf.

Aðalsteinn er fyrrum framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og fyrrum formaður rithöfundasambands Íslands. Fyrsta ljóðabókin hans kom út árið 1977.

adalsteinnasberg