Góð mæting var á Haustsýningu nemenda í MTR

Um tvö hundruð manns komu á Haustsýningu á verkefnum nemenda laugardaginn 10. desember. Það er ánægjulegt fyrir nemendur og starfsmenn skólans að fólk sýni slíkan áhuga. Auk þess að skoða málverk, listrænar ljósmyndir og útfærslu hugmynda um afþreyingu á Tröllaskaga gafst gestum kostur á að heyra þrjú lög eftir nemendur. Sýningin er opin áfram þessa viku og gestir velkomnir á tímanum 08:00 til 16:00.