Góð aðsókn í smíðavellina í Fjallabyggð

Smíðavellirnir í Fjallabyggð hafa farið vel af stað fyrstu tvær vikurnar og aðsóknin verið góð. Algengt er að 2-4 börn séu saman með einn kofa. Þriðja og síðasta vikan hefst eftir helgina og verður opið fjóra daga, 20.-22. og síðan 24. júlí en þá verður grillað og gleði á lokadeginum. Fyrirkomulagið hefur verið þannig að opið hefur verið frá kl. 10-12 þá daga sem opið er og er verkefnið umsjón yfirmanns Vinnuskóla Fjallabyggðar.

Börnin koma sjálf með hamar og sög en fá timbur og nagla á svæðinu.

Smíðavellir Fjallabyggðar
Smíðavellir Fjallabyggðar
Smíðavellir Fjallabyggðar