Laugardagurinn á Einni með öllu og Íslensku sumarleikunum fór vel fram. Dagurinn einkenndist af glöðu fólki sem tók þátt í fjölbreyttri dagskrá. Mömmur og möffins voru á sínum stað og var viðburðurinn yndislegur að vanda þar sem safnað er fyrir fæðingardeild Sjúkrahúss Akureyrar.

Met þátttaka var í Súlur Vertical utanvegahlaupi og var brautarmet slegið. Yfir 20 lið tóku þátt í strandhandboltamóti í Kjarnaskóg og hjólarar hjóluðu allar skemmtilegu brekkurnar sem Akureyri hefur upp á að bjóða á Akureyri Bike Day. Ungir gestir nutu þess að renna sér niður listagilið í risa flennibraut en Listagilið er ein brattasta brekka landsins.

Hátíðardagskrá var á Ráðhústorgi þar sem Greifinn og Floridana buðu börnum í bæinn. Sigyn Blöndal, Steps Dacnce Center, Einar Mikael og fleiri kættu börn og fjölskyldur. Verksmiðjan Glerártorgi bauð svo til stórtónleika um kvöldið þar sem Katrín Birna, Omotrack, Clubdub og Flóni ásamt öðrum góðum listamönnum skemmti fólki. Dagskrá hátíðarinnar lauk klukkan 23:00 og margmenni var í bænum.

Í dag sunnudag er hæfileika keppni ungafólksins sem er ávalt skemmtilegur viðburður þar sem yngsta kynslóðin stígur á stóra sviðið.

Skógardagurinn verður í Kjarnaskóg í dag. Gestir geta tálgað, reynt fyrir sér í bogfimi, poppað yfir eld og margt fleira.

Sparitónleikar Einnar með öllu í boði Pepsi Max og Lemon eru í kvöld. Sparitónleikarnir eru ávalt stærsti viðburður hátíðarinnar og jafnframt endapunktur. Á tónleikunum koma fram Jónas Sig og Hljómsveit, Friðrik Dór, Gréta Salóme, Hr. Hentusmjör, Dóri KÁ AKÁ, Stefán Elí, Anton Líni og fleiri. Flugeldasýning og smábátadiskó á pollinum lokar svo tónleikunum.

Allar upplýsingar um dagskrá helgarinnar má finna á www.einmedollu.is.